Menu
Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði

Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði

Jólalegar og fallegar smákökur. 

Innihald

1 skammtar
smjör
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
sykur
púðursykur
egg
vanillu extract eða vanillusykur
hveiti
salt
lyftiduft
kanill
mjólk
hvítt súkkulaði til að dreifa yfir kökurnar

Til að rúlla deiginu í:

sykur
kanill

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C (blástur).
  • Hrærið smjöri, rjómaosti og báðum tegundum af sykri saman þar til blandan verður kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel á milli. Blandið vanillu, hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman við deigið og hrærið vel í. Bætið mjólkinni út í smáum skömmtum.

Skref2

  • Kælið deigið í ísskáp í 7-10 mínútur. Mótið litlar kúlur með 2 teskeiðum og rúllið upp úr kanilsykrinum.

Skref3

  • Setjið kökurnar á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 180°C í 8-10 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar.
  • Bræðið hvítt súkkulaði og dreifið yfir kökurnar er þær koma út úr ofninum.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir