Menu
Romm rúsínu ís

Romm rúsínu ís

Þessi ís er rosalega hátíðlegur og kemur skemmtilega á óvart! Þessi uppskrift gerir rúmlega 2 til 2,5 lítra af ís, en auðvelt er að helminga uppskriftina fyrir minna magn.

Gott er að bera ísinn fram með þeyttum rjóma.

Innihald

1 skammtar
egg
sykur
rjómi frá Gott í matinn
vanilludropar
púðursykur
romm rúsínur frá H-berg (þær eru hjúpaðar með hvítu súkkulaði)

Aðferð

  • Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman þangað til blandan verður ljós og létt.
  • Blandið púðursykrinum varlega saman við.
  • Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við ásamt romm rúsínunum (ég skar þær til helminga).
  • Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við ásamt vanilludropunum.
  • Setjið í box eða kökuform ef þið viljið gera ístertu og frystið í rúmlega 5 klst.  

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir