Menu
Rúlluterta með tvenns konar fyllingu

Rúlluterta með tvenns konar fyllingu

Innihald

1 skammtar

Rúllutertubotn

egg
sykur
hveiti
lyftiduft
vanillusykur eða -dropar
sýrður rjómi

Súkkulaðismjörkrem

smjör
kakóduft
flórsykur
vanilludropar eftir smekk

Hindberjakrem

rjómaostur
hindberjasulta

Rúlluterta

  • Settu bökunarpappír í ofnskúffu.
  • Þeyttu egg og sykur saman þar til ljóst og létt.
  • Hrærðu saman hveiti, lyftiduft og vanillu (ef þú notar duftið - annars fara droparnir beint i eggjadeigið) í skál og helltu saman við eggin. Blandaðu því varlega saman og bættu síðast við skeið af sýrðum rjóma.
  • Helltu deiginu í ofnskúffuna og dreifðu vel úr því út í kant á skúffunni.
  • Settu kökuna í ofninn og bakaðu hana í 5-8 mínútur.
  • Á meðan leggur þú örk af bökunarpappír á borð og stráir aðeins af sykri yfir pappírinn. Þegar kakan er tilbúin tekur þú í hornin á bökunarpappírnum og hvolfir kökunni yfir á sykraða pappírinn. Næst er að draga pappírinn af kökunni og það þarf að gera varlega. Ef þér finnst hann vera fastur á er gott að pensla pappírinn með vatni og síðan losnar hann auðveldlega af.

Fylling

  • Hægt að smyrja rúllutertuna sína með nánast hverju sem er. En með þessari uppskrift fylgja tvær tillögur, annars vegar súkkulaðismjörkrem og hindberjasultukrem. Þið veljið aðra fyllinguna, hrærið hráefninu saman og smyrjið á kökuna. Næst er henni rúllað varlega saman og ef ekki er ætlunin að bjóða upp á hana strax er best að geyma hana í frysti.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal