Menu
Sælgætisterta

Sælgætisterta

Virkilega falleg og bragðgóð kaka sem gaman er að bera fram og skreyta með.

Innihald

12 skammtar

Svampbotn:

egg
sykur
hveiti
kartöflumjöl
lyftiduft

Marengs:

eggjahvítur
sykur

Súkkulaðifylling:

eggjarauður
flórsykur
suðusúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn

Rjómi og skraut:

rjómi frá Gott í matinn
suðusúkkulaði

Svampbotn

  • Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
  • Sigtið saman hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft og bætið varlega saman við.
  • Smyrjið um 22 cm smelluform vel og setjið bökunarpappír í botninn, bakið við 175°C í um 12-15 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Marengs

  • Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér.
  • Teiknið um 20 cm hring á bökunarpappír og dreifið jafnt úr marengsblöndunni.
  • Bakið við 100°C í tvær klukkustundir.

Súkkulaðifylling

  • Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan þykkist og lýsist.
  • Bræðið súkkulaðið, leyfið hitanum að rjúka úr í nokkrar mínútur og blandið því næst varlega saman við eggjablönduna.
  • Þeytið rjómann og vefjið honum saman við súkkulaðiblönduna með sleif.

Rjómi og skraut

  • Þeytið rjómann og bræðið suðusúkkulaðið.

Samsetning

  • Fyrst fer svampbotninn á kökudisk.
  • Næst helmingur af þeytta rjómanum og ofan á hann helmingur af súkkulaðifyllingunni.
  • Marengsinn kemur þá á milli og svo aftur restin af rjómanum og súkkulaðifyllingunni.
  • Að lokum má strá brædda suðusúkkulaðinu ofan á súkkulaðikremið.
  • Kælið kökuna vel. Best er hún ef hún fær að vera yfir nótt í kæli.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir