Menu
Sætkartöflu taco með smashburger sósu

Sætkartöflu taco með smashburger sósu

Hér er komin ný útfærsla á Smashburger taco og Smashburger salat uppskriftunum þar sem við fáum bara ekki nóg af sósunni góðu! Rétturinn hentar vel í kvöldmatinn, saumaklúbbinn og afmælisboðið enda um sannkallaðan smashburger partý platta að ræða.

Innihald

4 skammtar
sætar kartöflur
kalkúnahakk eða nautahakk
taco krydd á hakkið
jöklasalat (iceberg)
rauðlaukur
súrar gúrkur, niðurskornar
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn

Smashburger sósa

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn (180 g)
sætt sinnep (gult) 30 g
tómatsósa 30 g
súrar gúrkur, fínt niðurskornar
salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk (um 1 tsk. af hverju)

Skref1

  • Skolið sætar kartöflur eða flysið hýðið af þeim.
  • Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og raðið á ofnplötu með bökunarpappír.
  • Dreifið smá olíu yfir og kryddið með salti og pipar.
  • Bakið í ofni í um 15-20 mín. við 200°C.

Skref2

  • Á meðan kartöflurnar eru í ofninum græjum við sósu og steikjum hakkið.
  • Öllum innihaldsefnunum í sósuna er blandað saman í skál ásamt fínt niðurskornum súrum gúrkum.
  • Við mælum alveg með að gera tvöfalda uppskrift af sósunni, hún er svo góð og fínt að eiga smá afgang til að setja á hamborgara.
  • Kryddið hakkið með taco kryddi og steikið á pönnu.

Skref3

  • Þegar kartöflurnar hafa bakast í um 15-20 mínútur er hakkinu dreift yfir á ásamt rauðlauknum og súru gúrkunum.
  • Hellið rifnum cheddar osti yfir hakkið og hitið áfram í ofninum þar til osturinn hefur bráðnað eða í 10-15 mínútur.

Skref4

  • Takið réttinn úr ofninum og setjið fínt niðurskorið kál ofan á ásamt smá sósu.
  • Hafið auka sósu í skál við hliðina á til að hægt sé að bæta meiri sósu á réttinn eftir smekk hvers og eins.

Höfundur: Helga Magga