Menu
Sætkartöflurist með avocado, tómötum og ostakubbi

Sætkartöflurist með avocado, tómötum og ostakubbi

Þessi réttur er bæði fljótlegur og frískandi. Tilvalinn sem forréttur, léttur réttur í sumar, með grilluðu kjöti eða lax. Avocado maukið er einstaklega ferskt með tómötum og muldum ostakubbi sem gefur einstakt bragð.

Innihald

4 skammtar
meðalstórar sætar kartöflur
ólífuolía
salt
avocado
hvítlauksrif
límóna
rauðlaukur
litlir tómatar
kóríander
ostakubbur frá Gott í matinn

Skref1

  • Skerið sætar kartöflurnar í sneiðar, ca. 1.5 -2 cm að þykkt.
  • Raðið þeim á ofnplötu með bökunarpappír og setjið ólífuolíu og salt yfir.
  • Bakið við 200°C í 10 mínútur. Eftir það stillið þið á grillið á ofninum og bakið í 4 mínútur á hvorri hlið.

Skref2

  • Á meðan kartöflurnar bakast í ofninum geri þið avocadomauk.
  • Stappið avocado og setjið í skál.
  • Skerið rauðlaukinn smátt niður og blandið saman við.
  • Skerið 5 litla tómata smátt niður og blandið saman við ásamt safa úr einni límónu og salti.
  • Hægt er að setja kóríander saman við eða setja hann seinna ofan á.

Skref3

  • Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þurfa þær að kólna örlítið áður en sett er ofan á þær.
  • Setjið avocado mauk á hverja kartöflu fyrir sig, skerið gróflega niður nokkra litla tómata og raðið ofan á hverja kartöflu fyrir sig, saxið kóríander og setjið ofan á ásamt muldum ostakubbi.
  • Hægt er að frysta sætkartöflurnar, þá er gott að setja smjörpappír á milli þeirra þegar þær eru settar í frysti. Auðvelt er að hita þær svo aftur í ofni, setja þær í brauðristina eða airfryer.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir