Aðferð
- Skolið og þerrið klettasalatið, hellið smá ólífuolíu yfir og kryddið til með salti og pipar.
- Leggið klettasalatið á fallegan disk, dreifið Mozzarella perlunum ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið.
- Skerið jarðarber og tómata smátt og dreifið yfir hráskinkuna.
- Ristið furuhnetur og dreifið yfir í lokin. Gott er að bera salatið fram með balsamik gljáa og ristuðu hvítlauksbrauði.
Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir