Menu
Salat með mozzarella perlum, jarðarberjum og stökkri parmaskinku

Salat með mozzarella perlum, jarðarberjum og stökkri parmaskinku

Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.

Innihald

2 skammtar
blandað salat
fersk jarðarber
parmaskinka, stórar sneiðar
avocado
mozzarella perlur

Salatdressing

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
ólífuolía
sítrónusafi
hunang
salt og pipar

Aðferð

  • Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b 10-15 mínútur.
  • Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
  • Pískið öllu hráefninu í salatdressinguna saman og dreifið yfir salatið.
  • Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.
Aðferð

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir