Menu
Saltkaramellukaka með bláberjum

Saltkaramellukaka með bláberjum

Innihald

12 skammtar
hveiti
kakó
lyftiduft
smjör
70% súkkulaði
súkkulaði með saltkaramellu
sykur (70 g notuð saman við eggjahvíturnar)
eggjarauður
eggjahvítur
vanilludropar
bláber

Saltakaramellusósa:

smjör
púðursykur
rjómi frá Gott í matinn
vanilludropar
súkkulaði með saltkaramellu

Aðferð

  • Hveiti, kakó og lyftiduft er blandað saman í skál. Skálin er sett til hliðar.
  • Smjör og súkkulaði hitað í potti yfir vatnsbaði. Potturinn tekinn af hitanum og 170 g af sykrinum blandað saman við. Eggjarauðunum er síðan hrært saman við ásamt vanilludropunum.
  • Eggjahvíturnar eru þeyttar og restin af sykrinum (70 g) er blandað saman við og hrært vel saman.
  • Eggjahvítuhræran er blönduð saman við súkkulaðiblönduna smám saman.
  • Deigið er sett í um 26 cm smelluform. Passa að hafa bökunarpappír undir.
  • Bláberjunum er sáldrað yfir deigið. Gott að velta bláberjunum upp úr smá hveiti til að varna því að berin sökkvi á botninn.
  • Kakan er bökuð við 170°C hita, blástur í um 25 mínútur.
  • Meðan kakan er að bakast er saltkaramellusósan búin til.
  • Smjör, púðursykur, rjómi og vanilludropar eru hitaðir í potti þar til allt hefur bráðnað saman. Þá er súkkulaðinu blandað saman við og sósan hrærð vel þar til hún er tilbúin.
  • Saltkaramellusósunni er hellt yfir kökuna og hún síðan skreytt með bláberjum.
  • Þeyttur rjómi hentar vel með kökunni.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir