Menu
Saltkringlubollur með heitri rjómaostaídýfu

Saltkringlubollur með heitri rjómaostaídýfu

Saltkringlur eru sívinsælar á októberfestum en þær má svo sannarlega borða og njóta allt árið um kring og hér er kominn réttur sem minnir eilítið á slíkar. Saltkringlubollur og heit rjómaostaídýfa er klárlega málið í næsta partý!

Innihald

1 skammtar
þurrger (12 g)
sykur
volgt vatn
hveiti
Salt
hunang
ólífuolía
sjóðandi vatn
matarsódi
gróft salt

Rjómaostaídýfa

Óðals Tindur
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn (við stofuhita)
rjómaostur með papriku og chili frá MS (við stofuhita)

Skref1

  • Hrærið þurrgeri saman við sykur og volgt vatn og leyfið að standa á meðan þið vigtið önnur hráefni í bollurnar.
  • Blandið saman hveiti, salti, hunangi og ólífuolíu og hellið þurrgersblöndunni saman við. Hrærið stutta stund með króknum á hrærivélinni og síðan í höndunum (eða aðeins í höndunum).

Skref2

  • Penslið skál að innan með ólífuolíu, veltið deigkúlunni upp úr henni, plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í að minnsta kosti klukkustund.
  • Skiptið þá deiginu niður í 16 einingar og mótið litlar bollur.

Skref3

  • Hellið sjóðandi heitu vatni yfir matarsóda í skál og veltið hverri bollu upp úr sjóðandi vatninu og raðið næst í kantana á kringlóttu eldföstu móti/pönnu.
  • Skerið smá kross ofan á hverja bollu og stráið salti yfir.

Skref4

  • Útbúið rjómaostaídýfuna.
  • Hrærið öllum ostategundunum saman í skál og smyrjið síðan yfir miðjuna á eldfasta mótinu.
  • Bakið við 190°C í 17-20 mínútur eða þar til bollurnar eru orðnar vel gylltar og osturinn bráðinn.
Skref 4

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir