Aðferð
- Steikið beikonið þar til stökkt og leggið á pappír á meðan annað er útbúið.
- Steikið brauðsneiðarnar á pönnu og leggið á disk.
- Hitið skinku og ostsneið á pönnu þar til osturinn bráðnar og færið yfir á aðra brauðsneiðina.
- Raðið því næst beikoni, káli og niðurskornum kirsuberjatómötum ofan á og svo aðra brauðsneið.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir