Menu
Samlokurúllur í nestisboxið

Samlokurúllur í nestisboxið

Hvernig væri að bera fram samlokurnar fyrir nestið með nýju sniði? Hér er um að ræða skemmtilega útfærslu og einstaklega barnvæna sem ætti að hitta í mark í hvaða nestistíma sem er.

Innihald

1 skammtar
samlokubrauð
smjörvi
skinka
Gotta ostur í sneiðum
salatblöð

Aðferð

  • Takið samlokubrauðið, skerið skorpuna af og fletjið út með kökukefli þannig að brauðsneiðarnar þynnist.
  • Smyrjið þá hverja brauðsneið með smjörva, leggið skinku, ost og salatblað ofan á og rúllið þétt upp.
  • Skerið hverja brauðrúllu í litla bita og þræðið upp á trépinna.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir