Aðferð
- Setjið hnetusmjör, jógúrt, hvítlauk, skalottlauk, kóríanderfræ, kummin, sítrónugras, chilialdin, límónusafa og ólífuolíu í matvinnsluvél og maukið vel saman.
- Setjið kjúklingabitana í kryddmaukið og blandið vel.
- Látið kjúklinginn marínerast í 2 tíma í ísskáp.
- Raðið kjúklingabitunum á grillpinnana.
- Setjið um sex bita á hvern pinna og hafið pinnana ekki mikið lengri en 15 cm. Hráefnið ætti að duga á 8 pinna.
- Grillið pinnana á grilli eða grillpönnu á öllum hliðum í um 10–15 mínútur. Ef þið notið grillpönnu er gott að stinga pinnunum í heitan ofn í 10 mínútur í lokin til þess að vera alveg viss um að þeir séu fulleldaðir.
- Saltið og piprið eftir smekk
- Berið grillaða kjúklingapinnanna fram með sumarlegu salti og hreinni jógúrt sem sósu á salatið og kjúklinginn.
Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir