Aðferð
- Hitið olíu eða smjör á pönnu, steikið blaðlaukinn þar til hann fer að mýkjast.
- Bætið sólþurrkuðum tómötum út á pönnuna og steikið.
- Skerið pepperoní, Mexíkóost, Hvítlauksost og Camembert í litla bita og bætið út á pönnuna, hellið matreiðslurjómanum yfir og leyfið ostinum að bráðna við vægan hita. Leyfið þessu að malla á pönnunni í 7-10 mínútur.
- Saxið niður ferska steinselju og stráið yfir réttinn. Hrærið reglulega í réttinum á meðan.
- Berið fram með brauði eða hellið í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir og setjið inn í ofn í smá stund.
Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir