Menu
Sefandi sítrónuostakaka

Sefandi sítrónuostakaka

Sefandi sítrónuostakaka með sítrónumauki og sítrónuberki er hreint sælgæti. Það er eiginlega ekki hægt að halda öðru fram. Hún er sumarleg þannig að hún passar rosalega vel á fallegum sumardegi, en hún passar líka ljómandi um hávetur þegar maður þarf að lyfta sér upp og draga smá birtu inn í myrka og kalda íslenska vetrarmánuði. Sítrónukeimurinn býr til ráðandi ferskleika og ljúffeng er hún!

Innihald

1 skammtar

Botn

hafrakex
hveiti
smjör
hlynsíróp

Fylling

íslenskur mascarpone ostur frá Gott í matinn
KEA vanilluskyr
sykur
vanillustöng
gelatínblöð
kalt vatn
safi úr tveimur sítrónum

Toppur

sítrónumauk (lemoncurd)
börkur af einni sítrónu

Skref1

  • Útbúið skelina með því að blanda saman muldu hafrakexi, haframjöli, mjúku smjöri og hlynsírópi.
  • Þegar deigið er komið saman er það fært yfir í smurt mót en best er að nota smellumót – sem gerir manni kleift að losa bökuskelina auðveldlega úr mótinu.
  • Setjið smjörpappír ofan á deigið og fyllið með baunum (það er gott að eiga baunir sérstaklega fyrir bakstur og maður notar til að leggja ofan á deig eins og þetta – baunirnar hindra að botninn rísi of mikið við bakstur).
  • Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 20 mínútur og látið svo kólna

Skref2

  • Setjið gelatínblöð í kalt vatn í fimm mínútur.
  • Færið í pott og hitið þangað til gelatínið leysist upp.

Skref3

  • Setjið rjómaost, vanilluskyr, sykur, fræ úr einni vanillustöng, uppleystu gelatínblöðin og safann úr tveimur sítrónum (gætið þess að hella sítrónusafanum í gegnum sigti) í skál og hrærið vel saman.
  • Færið blönduna í bökuskelina og setjið í ísskáp í að minnsta kosti fjóra tíma.

Skref4

  • Skreytið kökuna með sítrónumauki og sítrónuberki.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson