Menu
Silkimjúkur súkkulaðiís

Silkimjúkur súkkulaðiís

Þessi ís er einn sá allra besti og tekur enga stund að gera. Útkoman er silkimjúkur og sérlega bragðgóður dökkur súkkulaðiís. Ég kaus að gera ísinn sykurlausan og notaði því sykurlaust síróp og súkkulaðihnetusmjör. Ísinn getur því smellpassað inn í sykurlaust eða ketó mataræði.

Innihald

1 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
súkkulaðihnetusmjör að eigin vali
hreint kakó
síróp (t.d. sykurlaust eða hlynsíróp)
vanilluextract
sterkt kaffi, má sleppa
örlítið salt

Aðferð

  • Setjið öll hráefnin saman í skál og þeytið saman þar til mjúkir toppar hafa myndast eins og á þeyttum rjóma.
  • Smakkið og bætið við sætu ef ykkur finnst ísinn ekki nógu sætur.
  • Færið ísblönduna í form og frystið í a.m.k. 3 klst.
  • Gott er að taka ísinn úr frysti 15-20 mínútum áður en hann er borinn fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir