Skref1
- Stillið ofn á 180°C.
- Setjið sykur í hrærivélarskál og rífið sítrónubörkinn saman við.
- Nuddið honum létt saman við sykurinn með fingrum.
- Bræðið þá smjör og blandið saman við sykurinn, hrærið í 3-5 mín saman þangað til að blandan er orðin ljós.
- Bætið þá eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel.
Skref2
- Bætið þá salti, lyftidufti og hveiti saman við og hrærið.
- Þá er grísku jógúrtinni, vanilludropum og sítrónusafa bætt við og hrært saman.
- Setjið bláberin í skál með smá hveiti og blandið saman með skeið þangað til að berin eru hjúpuð hveiti og bætið þeim saman við deigið og hrærið þeim saman með sleikju.
Skref3
- Setjið bökunarpappír í formkökuform og hellið deiginu í formið.
- Sléttið úr að því að ofan og setjið inn í ofn og bakið í 55-60 mín.
- Gott er að stinga prjón eða hníf í kökuna og þegar prjóninn kemur hreinn út er kakan klár.
- Búið til glassúr með því að blanda saman flórsykri og sítrónusafa og hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað lítillega.
Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir