Menu
Sítrónuískaka með karamellu

Sítrónuískaka með karamellu

Þegar þið takið ísinn út er gott að láta hann standa í nokkra stund við stofuhita. Gott er strjúka hliðar formsins með volgri tusku áður en þið losið ískökuna úr forminu.

Ísinn geymist vel í 3 mánuði í fyrsti. 

Innihald

12 skammtar

Botn:

piparkökur
smjör

Sítrónuís:

eggjarauður
sykur
púðursykur
sítrónudropar
börkur af einni sítrónu
rjómi
Síríus pralín með karamellufyllingu
karamellusíróp

Botn

  • Setjið bökunarpappír í botninn á hringlaga smelluformi um 23 cm að stærð.
  • Setjið piparkökur í matvinnsluvél og hakkið þar til þær eru fínmalaðar.
  • Bræðið smjör og blandið vel saman við.
  • Setjið piparkökurnar í formið og þrýstið vel niður og upp á hliðar formsins.
  • Gott er að nota glas til þess að þrýsta vel niður í botninn á forminu.

Sítrónuís

  • Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt (ef þið viljið getið þið þeytt eggjahvíturnar og blandað þeim saman í lokin eða nýtt þær í marengs). Blandið púðursykri varlega saman við með sleif.
  • Setjið sítrónudropa og rifinn sítrónubörk saman við og hrærið vel.
  • Þeytið rjóma og blandið honum saman við með sleif.
  • Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Skerið pralín súkkulaðið með karamellu gróflega niður og blandið saman við ísblönduna.
  • Hellið ísblöndunni í formið ofan á piparkökubotninn.
  • Hellið karamellusírópinu óreglulega yfir ísinn og hrærið með hníf með því að snúa honum í hringi þar til karamellan hefur blandast ágætlega vel saman við ísinn.
  • Frystið í lágmark 5 klst.
  • Skreytið ískökuna með rjóma, piparkökum og karamellusírópi að vild.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir