Menu
Sítrónupasta með rjómaosti

Sítrónupasta með rjómaosti

Ef einhver pastaréttur segir sumar þá er það sítrónupasta. Einfaldur réttur eins og pastaréttir eiga að vera á þeim árstíma og færir okkur meira að segja sól í hjarta yfir vetrartímann.

Innihald

4 skammtar
tagliatelle
rjómi frá Gott í matinn
ferskur sítrónusafi
sítrónubörkur, fínt rifinn
hreinn rjómaostur frá MS
parmesanostur eða Goðdala Feykir
salt og svartur pipar

Skref1

  • Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka.
  • Hellið rjóma á pönnu, setjið sítrónusafa og sítrónubörk saman við. Hafið vægan hita undir pönnunni og komið upp suðu.
  • Látið malla á meðalhita í fimm mínútur. Setjið rjómaost saman við og látið hann bráðna.
  • Stráið parmesanosti eða Feyki yfir og hrærið.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Skref2

  • Hellið af pastanu en alls ekki láta það þorna í sigtinu.
  • Setjið það strax á pönnuna með sósunni og blandið saman.
  • Berið fram og stráið smá parmesanosti eða Feyki yfir.
Skref 2

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir