Menu
Sjávarréttasúpa og hvítlauksbrauð

Sjávarréttasúpa og hvítlauksbrauð

Bragðgóð sjávarréttasúpa fyrir 6-8 manns. 

Innihald

1 skammtar
þorskur, skorinn í bita (munnbitastærð)
lax, skorinn í bita (munnbitastærð)
risarækjur/humar/hörpuskel
minni rækjur (soðnar)
laukur, saxaður smátt
hvítlauksrif (pressuð)
rauð paprika skorin í strimla
gul paprika skorin í strimla
gulrætur skornar í strimla
blaðlaukur, skorinn smátt
dós tómatpúrra
vatn
dós kókosmjólk
dós niðursoðnir tómatar í bitum
rjómi frá Gott í matinn
fiskikraftur
ferskt rósmarín (saxað smátt)
Karrí eftir smekk
Salt og pipar
Hvítlauksduft
Cayenne pipar
Ólífuolía

Hvítlauksbrauð

baguette brauð skorið skáhallt í sneiðar
Smjör
poki rifinn Mozzarella
Hvítlauksduft
Salt og pipar

Sjávarréttasúpa

  • Steikið lauk, hvítlauk og vel af karrý upp úr ólífuolíu stutta stund.
  • Bætið þá paprikum og gulrótum saman við og kryddið með salti, pipar, hvítlauksdufti og smá Cheyenne pipar.
  • Því næst fer blaðlaukurinn saman við og hrært stutta stund.
  • Tómatpúrrunni er þá blandað saman við grænmetið ásamt vatninu og leyft að blandast.
  • Þá má bæta kókosmjólkinni, rjómanum og niðursoðnu tómötunum í pottinn.
  • Þessu er leyft að malla, fiskikrafti bætt saman við ásamt rósmaríni og svo kryddað til eftir smekk með salti, pipar, Cheyenne pipar og hvítlauksdufti.
  • Náið því næst upp suðunni og bætið fisknum og risarækjunum saman við.
  • Því næst færi humar/hörpuskel séuð þið smeð slíkt og að lokum minni rækjurnar þar sem þær þurfa örstuttan tíma, bara rétt að hitna.

Hvítlauksbrauð

  • Smyrjið vel af smjöri á hverja brauðsneið og raðið á bökunarplötu/bökunarpappír (skerið með ostaskera ef smjörið kalt)
  • Kryddið með hvítlauksdufti og smá salti.
  • Stráið Mozzarella osti yfir hverja sneið og kryddið yfir allt með pipar.
  • Bakið í ofni við 200°C þar til hæfilega stökkt (nokkrar mínútur).

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir