Menu
Sjávarréttasúpa víkverjans

Sjávarréttasúpa víkverjans

Innihald

4 skammtar
Salt og svartur pipar
Fiskikraftur
Steinbítur eða annar fiskur
Kartöflur
Gulrætur
Sellerírót
Laukur
Saxaður hvítlaukur
Fennel, smátt saxaður
Smjör
Tómatpúrre
Fiskisoð (vatn og teningur)
Matreiðslurjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Skrælið kartöflur, gulrætur, sellerírót og lauk.
  • Skerið í bita setjið í pott ásamt hvítlauk, fennel, smjöri, tómatpurré, fiskisoði og rjóma.

Skref2

  • Sjóðið við vægan hita í um 20 mínútur, bragðbætið með salti, svörtum pipar og fiskikrafti.
  • Þykkið með maisena ef með þarf.

Skref3

  • Setjið fiskibita í súpuna rétt áður en hún er borinn fram og látið standa í 5 mínútur.
  • Berið fram með nýbökuðu brauði

Höfundur: Árni Þór Arnórsson