Skref1
Skref2
- Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst og bætið þá vanilludropunum saman við.
- Blandið hveiti og lyftidufti saman og sigtið í nokkrum skömmtum út í eggjablönduna og blandið vel á milli.
- Bræðið smjörið við meðalhita og bætið þá mjólkinni saman við og hrærið saman, hellið síðan varlega saman við blönduna, blandið vel og skafið niður á milli.
- Hellið í skúffukökuform sem er um 30 x 40 cm stórt. Gott er að klæða formið með bökunarpappír og spreyja með matarolíuspreyi (þá er auðveldara að ná kökunni úr þegar hún kólnar).
- Bakið við 175°C í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út og kakan fer aðeins að gyllast. Útbúið kókostoppinn á meðan.
Skref3
- Bræðið smjör, púðursykur og mjólk saman í potti við meðalhita. Bætið kókosmjölinu saman við þegar bráðið og blandið vel.
- Þegar kakan er tilbúin hellið þið blöndunni jafnt yfir hana og dreifið úr með spaða og bakið áfram í um 10 mínútur eða þar til kókostoppurinn fer að gyllast.
- Leyfið kökunni að kólna vel og lyftið síðan upp úr forminu og skerið í bita. Þessi kaka er dásamleg aðeins volg með ískaldri mjólk.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir