Skref1
- Leggið matarlímsblöðin í bleyti í 5 mínútur.
Skref2
- Setjið rjóma, límónubörk og sykur saman í pott og hitið að suðu.
- Takið af hitanum.
- Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og setjið þau saman við heitan rjómann.
- Hrærið. Látið kólna aðeins.
Skref3
- Hrærið skyri og límónusafa saman við rjómablönduna.
- Hellið í fjögur glös eða 4 litlar eftirréttaskálar.
- Geymið í kæli í a.m.k. þrjá tíma.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir