Botn
- Setjið hafrakexið í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er fínmalað.
- Bræðið smjörið og blandið því saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga formi sem er um 18-20 cm að stærð.
- Setjið kexblönduna í formið og þrýstið vel niður í botninn, gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu niður og slétta úr því.
- Geymið í kæli á meðan þið undirbúið rest.
Skyrkaka
- Setjið matarlímsblöðin í skál með köldu vatni og látið þau liggja í bleyti í rúmar 5 mín. Þeytið rjóma og hrærið saman við skyrið ásamt flórsykri.
- Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og setjið í pott ásamt mjólkinni.
- Hitið yfir lágum hita og hrærið þar til matarlímið hefur leystst alveg upp.
- Hellið matarlímsblöndunni saman við skyrblönduna og hrærið vel.
- Blandið kókos og bláberjum saman við og hrærið með sleif.
- Hellið skyrblöndunni yfir botninn, setjið plastfilmu yfir kökuformið og kælið í 8 klst.
- Takið kökuna út úr kælinum, gott er að nota heitan hníf til þess að skera meðfram köntum formsins til að losa kökuna.
- Smellið forminu af og setjið kökuna á disk.
- Skreytið með ferskjum bláberjum, jarðarberjum og ristuðum kókos að vild.
- Gott er að bera fram með þeyttum rjóma.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir