Menu
Skyrkaka með Oreo, lakkrís og jarðarberjum

Skyrkaka með Oreo, lakkrís og jarðarberjum

Dásamlega góð skyrterta sem gaman er að bera fram.

Innihald

12 skammtar

Botn:

Oreo kexkökur
smjör

Skyrkaka:

Ísey skyr með vanillu
heslihnetusmjör
flórsykur
Rjómi frá Gott í matinn

Toppur:

lakkrískurl
jarðarber
Kókos

Skref1

  • Setjið kexið í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað.
  • Bræðið smjör og hellið því saman við kexið og hrærið vel saman.

Skref2

  • Hellið kexblöndunni í hringlaga form um 22 cm að stærð og þrýstið vel niður í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn á glasi til að þrýsta kexinu vel niður.
  • Setjið formið inn í ísskáp á meðan þið undirbúið skyrkökuna.

Skref3

  • Hrærið heslihnetusmjörinu saman við skyrið ásamt flórsykri þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Þeytið rjóma og blandið honum saman við.
  • Hrærið allt vel saman og hellið skyrblöndunni í formið og sléttið vel út með sleif.

Skref4

  • Skerið niður jarðarber og setjið ofan á kökuna ásamt lakkrískurli og kókos.
  • Geymið kökuna í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir