Menu
Skyrmús með bökuðum eplum og pekanhnetu- og kanil krunsi

Skyrmús með bökuðum eplum og pekanhnetu- og kanil krunsi

Þennan eftirrétt er best að njóta samdægurs þar sem skyrið gerir pekanhnetublönduna mjúka. Best er að hafa pekanhnetublönduna stökka á móti skyrinu.

Innihald

8 skammtar
smjör
dökkur púðursykur
tröllahafrar
pekanhnetur grófsaxaðar
kanill

Skyrblanda

skyr með bökuðum eplum
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
kanill

Aðferð

  • Bræðið smjör á pönnu yfir meðalháum hita ásamt púðursykri.
  • Grófsaxið pekanhnetur og setjið á pönnuna áasamt tröllahöfrum og kanil.
  • Ristið á pönnunni í rúmar 15 mínútur.
  • Hrærið stanslaust allan tíman til að koma í veg fyrir að pekanhneturnar brenni ekki við.
  • Setjið blönduna í skál og geymið inn í ísskáp á meðan þið undirbúið skyrblönduna. Gott er þó að geyma pekanhnetublönduna í ísskáp í 15-20 mínútur.
  • Þeytið rjóma og hrærið honum saman við skyrið.
  • Blandið kanil saman við og hrærið þar til blandan verður mjúk og slétt.
  • Takið pekanhnetublöndua út úr ísskápnum. Setjið 2 msk. í botninn á hverju glasi fyrir sig, sprautið um 1-2 cm þykku lagi af skyrblöndu ofan á, setjið aftur 1-2 msk. af pekanhnetublöndunni, setjið svo aðra umferð af skyri og endið á því að skreyta toppinn með pekanhnetublöndunni. Geymið í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir