Menu
Skyrskál með acai og suðrænum ávöxtum

Skyrskál með acai og suðrænum ávöxtum

Skyrskálar eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og við mælum með að þið prófið að útbúa þær sjálf. Til dæmis má bæta acai við skyrskálina en acai ber eru stútfull af andoxunarefnum og trefjum.

Innihald

1 skammtar

Skyrskál

Ísey skyr með bönunum (170 g)
acai puree kubbur eða acaii duft (má sleppa)
banani
hindber, frosin eða fersk
mangó, frosið eða ferskt
kíví

Toppur

kíví, múslí, kókos og mangó

Aðferð

  • Blandið innihaldsefnum saman í blandara og hellið í skál
  • Toppið skálina með kíví, múslí, kókos og mangó.

Höfundur: Íris Kjartansdóttir Blöndahl