Menu
Skyrskál með Ísey skyri

Skyrskál með Ísey skyri

Mér finnst ótrúlega gaman að búa til skyrskálar, rétt eins og með boost þá er þetta ansi fín leið til að koma góðri næringu í börn. Þú þarft ekki að eiga mjög kröftugan blandara í þetta, þú getur látið frosnu ávextina bíða á borði í um 5 mínútur og þá er enginn vandi að blanda þessu saman.

Innihald

1 skammtar
Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði
frosin hindber
frosin bláber
frosið mangó

Toppur

múslí
kókosmjöl
jarðarber

Aðferð

  • Þú tekur í byrjun frá nokkur ber til að nota sem skraut, blandar annars innihaldsefnunum saman í blandara og setur í skál.
  • Skálin er svo skreytt með múslí, kókosmjöli og berjum, eða því sem þér finnst gott.
  • Sumum finnst gott að setja banana, hampfræ, rúsínur, döðlur eða hnetusmjör sem skraut, möguleikarnir eru margir.
  • Ég bætti aukalega í mína skál, 15 g af múslí, 3 g af kókosmjöli og 15 g af jarðarberjum.
  • Það er mjög auðvelt að auka kolvetnin með því að setja meira magn af frosnum ávöxtum, svo má líka auka við próteinið með því að bæta próteindufti út í.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með og á hún við skyrskálina (skyr og frosnir ávextir) en skrá þarf aukalega það sem þú velur að setja ofan á, t.d. múslí, ber, ávexti eða kókosmjöl.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 27,2 g - Prótein: 16,4 g - Fita: 7,8 g - Trefjar: 5,7 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða skyrskál.

Höfundur: Helga Magga