Svampbotn
- Stillið ofninn á 180°.
- Þeytið egg og sykur saman dágóða stund þar til létt og ljóst. Setjið vanilludropa saman við. Hrærið.
- Sigtið helminginn af hveitinu yfir skálina með eggjahrærunni. Blandið varlega saman við með sleikju eða skeið. Sigtið síðan restina af hveitinu og lyftiduftinu og hrærið gætilega. Endið á því að setja smjörið saman við.
- Setjið deigið í bökunarform sem er 24 cm í þvermál og klætt bökunarpappír. Bakið 15-20 mínútur.
- Kælið þar til sulta og skyrkrem fara ofan á.
Toppur
- Setjið sultu og balsamikedik í pott.
- Látið suðuna koma upp. Lækkið verulega, hrærið og látið malla í 5 mínútur. Setjið til hliðar.
- Léttþeytið rjómann. Setjið skyr og flórsykur saman við. Hrærið þar til stíft.
- Smyrjið tertubotninn með sultunni.
- Setjið síðan skyrkremið þar yfir.
- Skreytið loks með jarðarberjum.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir