Menu
Skyrterta með þeyttum rjóma, hvítu súkkulaði og hindberjum

Skyrterta með þeyttum rjóma, hvítu súkkulaði og hindberjum

Hvítt súkkulaði finnst mér passa einna best í eftirrétti. Eitt og sér finnst mér það ekki hafa upp á mikið að bjóða - en tvinnað saman við stökka kexmylsnu í botninn og svo sæt hindberin þá gerist eitthvað. Eitthvað frekar höfðinglegt. 

Innihald

6 skammtar

Botn:

pekanhnetur
haframjöl
smjör
hlynsíróp

Fylling:

hreint Ísey skyr
hvítt súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
gelatínplötur

Toppur:

hindberjamarmelaði
hindber

Skref1

  • Byrjið á því að mala hneturnar í matvinnsluvél og blanda saman við haframjölið.

Skref2

  • Bræðið smjör og blandið saman við mjölið ásamt hlynsírópinu.

Skref3

  • Smyrjið deiginu á ofnskúffu og bakið í 15 mínútur við 180 gráður.
  • Látið kólna.

Skref4

  • Brjótið svo kexið niður og raðið í skálar.

Skref5

  • Blandið saman skyrinu, þeyttum rjóma og bræddu hvítu súkkulaði og svo gelatínplötunum (hægt að leysa þær upp í heitu súkkulaðinu).

Skref6

  • Setjið því næst skyrblönduna ofan á kexið.
  • Geymið í ísskáp svo fyllingin kólni og stífni.

Skref7

  • Dreifið hindberjamarmelaðinu ofan á og skreytið með hindberjum.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson