Menu
Smáir marensbotnar með lemon curd

Smáir marensbotnar með lemon curd

Innihald

8 skammtar

Marensbotnar:

eggjahvítur við stofuhita
sykur
edik

Krem:

rjómi frá Gott í matinn
grísk jógúrt frá Gott í matinn
korn úr hálfri vanillustöng
lemon curd eftir smekk, heimatilbúið eða aðkeypt

Lemon curd:

egg
eggjarauður
sykur
fínrifinn börkur af einni sítrónu
sítrónusafi
smjör, kalt og skorið í litla bita

Skref1

  • Stillið ofninn á 150°.

Skref2

  • Stífþeytið eggjahvíturnar í hreinni hrærivélaskál. Gott er að strjúka innan úr henni með ediki eða sítrónusafa til að hreinsa alla fitu.
  • Bætið sykrinum saman við. Eina matskeið í einu, smátt og smátt.
  • Þegar allur sykurinn er kominn saman við hrærið þá áfram í um 8 mínútur.
  • Setjið þá edikið saman við og hrærið áfram í 2 mínútur.

Skref3

  • Leggið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið átta marensbotna þar á.
  • Setjið í ofninn og lækkið hitann um leið í 120°.
  • Bakið í klukkutíma. Látið kökurnar síðan kólna í ofninum.

Skref4

  • Setjið allt sem á að fara í lemon curdið nema smjörið í pott.
  • Pískið saman og hitið á meðalhita þar til sykurinn er uppleystur.
  • Minnkið aðeins hitann og setjið smjörbitana út í um 3 í einu og hrærið stöðugt í á meðan. Þetta tekur um 5 mínútur.
  • Lemon curdið er tilbúð þegar það er orðið nokkuð þykkt.
  • Sigtið og setjið í hreina krukku.
  • Kælið í ísskáp í a.m.k. klukkutíma.

Skref5

  • Léttþeytið rjómann með vanillukornunum.
  • Bætið grískri jógúrt varlega saman við.
  • Skiptið jafnt niður á marensbotnana.
  • Toppið með smá lemon curd.
  • Berið fram með restinni af lemon curd svo hver og einn geti bætt á sína köku, eftir smekk.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir