Aðferð
- Hitið ofn í 180 gráður. Bræðið smjör í potti og leyfið því að malla rólega þar til það fær á sig karamellulitaðan keim. Takið af hitanum og látið kólna. Hrærið saman þurrefni fyrir utan sykur. Hrærið saman bráðið smjörið, púðursykur, egg og vanilludropa. Blandið þurrefnum saman við. Þið getið bæði hrært saman í vél eða bara með gaffli.
- Notið súkkulaðidropa eða saxið súkkulaði. Hér skuluð þið velja algjörlega það súkkulaði sem ykkur þykir gott og blanda saman tegundum. Hrærið saman við deigið. Þá fara saltkringlurnar saman við það.
- Hnoðið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Hér ákveðið þið hversu stórar þið viljið að kökurnar séu. Stingið í heitan ofninn og bakið í um 10 til 12 mínútur eða þar til kökurnar eru gullnar ásýndar.
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir