Menu
Smjördeigssnúðar með pestó, hráskinku og Óðals Tind

Smjördeigssnúðar með pestó, hráskinku og Óðals Tind

Ég hef aldrei búið til nóg af þessum snúðum því þeir hverfa jafn hratt og þeir mæta á borðið, vinsælir hjá ungum sem öldnum. Það er sniðugt að kaupa upprúllað tilbúið smjördeig og fylla með góðgæti og góðum osti. Svo má geyma það tilbúið í kæli og skera svo niður og baka rétt áður en á að bera fram.

Innihald

1 skammtar
upprúllað tilbúið smjördeig
grænt pestó
hráskinka
Óðals Tindur, rifinn
egg

Aðferð

  • Hitið ofn í 200 gráður með blæstri.
  • Rúllið smjördeiginu út og smyrjið með pestó.
  • Rífið skinkuna aðeins niður og dreifið yfir ásamt ostinum.
  • Rúllið deiginu upp á lengri hliðina. Skerið í u.þ.b. 1,5 cm breiða snúða og raðið á bökunarplötu.
  • Pískið egginu saman og penslið yfir snúðana.
  • Bakið í 15-17 mínútur eða þar til gullinbrúnir.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir