Kexbotn
- Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarform.
- Setjið hafrakex, sykur og smjör saman í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til kexið er orðið fínmalað og allt hefur blandast vel saman.
- Setjið um 1 msk. af hafrakexi ofan í hvert bollakökuform og þrýstið niður í botninn.
- Setjið inn í ofn og bakið í 8 mínútur.
Bollakökur
- Setjið hveiti, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og blandið saman og setjið til hliðar.
- Setjið egg, sykur, púðursykur, olíu, vanilludropa og súrmjólk saman í aðra skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Hellið því saman við þurrefnin og hrærið með písk eða sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
- Hellið deiginu í formin ofan á hafrakexbotninn þar til formin eru hálf full. Passið ykkur að setja ekki of mikið í hvert form svo kakan flæði ekki upp úr við bakstur.
- Bakið í 15 mínútur eða þar til tannstöngull kemur næstum þurr upp úr miðju kökunnar.
- Á meðan þið bakið kökurnar skulu þið undirbúa kremið.
Krem
- Setjið eggjahvítur, sykur og cream of tarter saman í skál, best er að nota ál skál eða skál sem þolir hita.
- Setjð vatn í pott og sjóðið vatnið. Setjið skálina ofan á pottinn og hrærið stanslaust í eggjahvítublöndunni þar til sykurinn hefur náð að bráðna alveg og blandan orðin ljós og létt. Þetta gæti tekið 6-10 mínútur.
- Hellið blöndunni í hrærivél og hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur, blandið þá vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Setjið kremið í sprautupoka (ég notaði hringlaga stóran stút) og sprautið kreminu á kökurnar.
- Bræðið súkkulaði og setjið ofan á kremið ásamt hökkuðu hafrakexi.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir