Menu
Smörrebröd á tvo vegu

Smörrebröd á tvo vegu

Það er fátt huggulegra á aðventunni en að njóta smurbrauðs með köldum drykk við kertaljós. Það er auðveldara en margir halda að útbúa sitt eigið smörrebröd heima og möguleikarnir endalausir. Hér eru tvær tegundir sem eru í uppáhaldi hjá mínu fólki.

Innihald

8 skammtar

Smörrebröd með reyktum laxi og piparrótarrjóma

gróft rúgbrauð eða annað brauð að eigin vali
lítill rauðlaukur
hvítvínsedik eða annað ljóst edik
sykur
salt
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
maukuð piparrót úr pakka
hunang
safi úr sítrónu
· salt og pipar eftir smekk
· reyktur lax í þunnum sneiðum
· capers
· dill eða steinselja
· sítrónusneið til skrauts

Smörrebröd með kartöflusalati og beikoni

gróft rúgbrauð eða annað brauð að eigin vali
eldaðar kartöflur, eða forsoðnar
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
sýrðar agúrkur, saxaðar
dill, saxað
skallottlaukur, saxaður
dijon sinnep
hvítvínsedik
beikon (4-8 sneiðar)
· pikklaður rauðlaukur
· dill eða steinselja
· smjör (ef vill)

Smörrebröd með reyktum laxi og piparrótarrjóma

  • Byrjið á að gera pikklaðan rauðlauk.
  • Sneiðið laukinn í tvennt og svo þunnar sneiðar. Setjið í skál eða krukku og hellið ediki, sykri og salt yfir.
  • Toppið með smá vatni ef edikið flæðir ekki yfir.
  • Lokið ílátinu og látið standa í 30 mínútur.
  • Hrærið saman sýrðum rjóma, piparrót og hunangi fyrir piparrótarrjómann. Smakkið til með salti, pipar, sætu og sítrónu.
  • Setjið smurbrauðið saman. Smyrjið um það bil 1-2 msk. af piparrótarrjóma á hverja brauðsneið. Leggið laxinn ofaná, toppið með dálitlum piparrótarrjóma, pikkluðum rauðlauk, capersi, dilli og sítrónusneið og berið fram.

Smörrebröd með kartöflusalati og beikoni

  • Byrjið á að gera kartöflusalatið.
  • Skerið kartöflurnar frekar smátt og setjið í skál ásamt sýrðum rjóma, sýrðum agúrkum, dilli, lauk, sinnepi og ediki. Smakkið til með salti og pipar og setjið í ísskáp.
  • Steikið eða bakið beikonið þar til stökkt.
  • Setjið smurbrauðið saman.
  • Setjið 2-3 vænar matskeiðar af kartöflusalatinu á hverja brauðsneið. Ef þið viljið er gott að smyrja brauðsneiðina fyrst með þunnu lagi af smjöri.
  • Leggið eina til tvær sneiðar af beikoni ofan á hverja brauðsneið.
  • Toppið með steinselju og/eða dilli og dálitlum pikkluðum rauðlauk ef þið viljið.
  • Berið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir