Menu
Smurbrauðsneiðar með Gotta osti

Smurbrauðsneiðar með Gotta osti

Gotta ostur er einstaklega bragðgóður og mjúkur og smellpassar á hvaða smurbrauð sem er. Það er ljúffengt að para hann með öðru gómsætu áleggi eins og kjöti, fjölbreyttu grænmeti og fleiru. Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða för, nota hinar ýmsu tegundir af brauði og njóta.

Innihald

1 skammtar
brauð að eigin vali, t.d. fínt og gróft, flatkökur, maltbrauð
rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
kotasæla
smjör
Gotta ostur
epli
sulta
skinka
spægipylsa
gúrka
paprika
tómatar
radísur
salatblöð
blaðlauksspírur og steinselja til skrauts

Aðferð

  • Hér til hliðar má finna tillögur að því sem hægt er að nota við smurbrauðsgerðina en kosturinn er auðvitað að hér gilda engar reglur.
  • Smyrjið brauðmeti að eigin vali með smjöri, rjómaosti eða kotasælu og raðið síðan áleggi eftir eigin smekk og skreytið.
  • Berið fram og njótið vel.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir