Gotta ostur er einstaklega bragðgóður og mjúkur og smellpassar á hvaða smurbrauð sem er. Það er ljúffengt að para hann með öðru gómsætu áleggi eins og kjöti, fjölbreyttu grænmeti og fleiru. Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða för, nota hinar ýmsu tegundir af brauði og njóta.
• | brauð að eigin vali, t.d. fínt og gróft, flatkökur, maltbrauð |
• | rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS |
• | kotasæla |
• | smjör |
• | Gotta ostur |
• | epli |
• | sulta |
• | skinka |
• | spægipylsa |
• | gúrka |
• | paprika |
• | tómatar |
• | radísur |
• | salatblöð |
• | blaðlauksspírur og steinselja til skrauts |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir