Menu
Snjóbolta súkkulaðikökur

Snjóbolta súkkulaðikökur

Ótrúlega einfaldar og fljótlegar smákökur, já og góðar!
Geymið kökurnar í lokuðu boxi til að þær haldist góðar. 

Innihald

30 skammtar
smjör, við stofuhita
púðursykur
egg
vanilludropar
hveiti
kakó
lyftiduft
sjávarsalt
flórsykur

Aðferð

  • Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
  • Hrærið smjör og púðursykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggjum saman við ásamt vanilludropum og hrærið vel. Gott er að skafa innan úr skálinni með sleif og hræra.
  • Blandið hveiti, kakói, lyftidufti og salti saman í skál og setjið saman við deigið smátt og smátt í einu.
  • Hrærið þar til deigið hefur blandast vel saman.
  • Myndið jafn stórar kúlur úr deiginu, setjið flórsykur í skál og veltið hverri köku vel upp úr flórsykrinum þannig að hún verður alveg hvít.
  • Raðið með jöfnu millibili á bökunarplöturnar og bakið í 12 mínútur.
  • Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær af bökunarplötunni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir