Botnar
- Eggjahvítur og salt er stífþeytt og flórsykrinum og möndlumjölinu svo blandað varlega saman við með sleif.
- Deigið er sett í sprautupoka og sprautað í litla hringi á bökunarpappír.
- Bakið botnana í 10-12 mínútur við 180 gráður.
- T.d. er hægt að baka botnana að kvöldi til og byrja svo á kreminu daginn eftir.
Krem
- Dumle karamellurnar eru bræddar í potti með rjómanum og rjómasúkkulaðinu er svo bætt við þegar karamellurnar hafa bráðnað. Það á ekki að sjóða í karamellunni, heldur hafa hana á vægum hita.
- Eggjarauðurnar eru stífþeyttar.
- Volgu sírópinu bætt út í rauðurnar og þeytt í um 1 mínútu.
- Smjörinu bætt við og þeytt.
- Að lokum er karamellublandan sett út í og kremið hrært varlega saman.
- Kremið er svo sett í sprautupoka og sprautað á hvern botn fyrir sig. Gott er að laga kremið til með spaða svo það leggist vel yfir alla kökuna. Þegar kremið er komið á er best að setja kökurnar í frysti eða ísskáp áður en súkkulaðihjúpurinn er settur á.
Hjúpur
- Súkkulaðið er hitað í skál í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.
- Sörunum er dýft ofan í súkkulaðið og það látið leka aðeins af þeim. Gott er að hafa blautan þvottapoka sér við hlið til að þurrka fingurna á milli svo sörurnar verði ekki kámugar.
- Best er að borða sörurnar aðeins kaldar og því upplagt að geyma nokkrar í ísskápnum og hinar í frysti.
Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir