Menu
Sörur með kaffi- eða hindberjakremi

Sörur með kaffi- eða hindberjakremi

Klassískar og dásamlegar sörur sem eru ómissandi partur af jólunum. Í þessari uppskrift má velja á milli þess að nota kaffikrem eða hindberjakrem.

Innihald

40 skammtar

Sörur, botn:

möndlur, fínmalaðar í matvinnsluvél með sykrinum
flórsykur
eggjahvítur

Kaffikrem:

dökkt súkkulaði, 56%
sterkt kaffi eða kaffilíkjör
smjör

Hindberjakrem:

hvítt súkkulaði
hindber, fersk eða frosin
rjómaostur frá Gott í matinn

Súkkulaðihjúpur:

súkkulaði, hvítt eða dökkt til hjúpunar

Botn

  • Hitið ofninn í 180˚C.
  • Blandið saman fínmöluðum möndlum og sykri.
  • Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið möndlusykrinum varlega saman við með sleif.
  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  • Setjið blönduna með teskeið eða sprautið með sprautupoka 3 cm stórar doppur á bökunarplöturnar.
  • Bakið kökurnar í 10-11 mínútur.
  • Látið kökurnar kólna lítilega á plötunni áður en þær eru losaðar af pappírnum með spaða.
  • Látið kökurnar fullkólna á grind.

Klassískt kaffikrem

  • Bræðið súkkulaðið með kaffinu eða líkjörinum.
  • Bætið köldu smjöri í smábitum út í og hrærið saman við súkkulaðið.
  • Kælið kremið í ísskáp þar til að það hefur þykknað.
  • Sprautið kreminu á botnanna á kökunum.
  • Kælið í um einn klukkutíma áður en fyllingin er hjúpuð með súkkulaði.

Hindberjakrem

  • Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  • Bætið rjómaostinum eða smjöri saman við bráðið súkkulaðið.
  • Hrærið vel saman og bætið hindberjunum saman við.
  • Kælið kremið í ísskáp þar til að að það hefur þykknað.
  • Sprautið kreminu á botninn á kökunum.
  • Kælið í um einn klukkutíma áður en fyllingin er hjúpuð með súkkulaði.

Súkkulaðihjúpur

  • Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og penslið því yfir kremið.
  • Notið dökkt súkkulaði til að hjúpa yfir kökurnar með kaffikreminu en hvítt súkkulaði til að hjúpa yfir hindberjakremið.
  • Látið súkkulaðið kólna og geymið kökurnar í frysti.
  • Takið kökurnar úr frystinum 10 mínútur áður en þær eru bornar fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir