Þessi dásamlega fallega og sparilega terta er sannarlega boðberi hækkandi sólar, bjartsýni og gleði. Svo bragðgóð og fersk. Hún passar fullkomlega á páskaborðið eða í fermingarveisluna. Hún er í sjálfu sér ekki flókin í gerð en smá tíma tekur að útbúa hana en það er svo fullkomlega þess virði. Jarðarberjaskyrið og mascarpone rjómaosturinn tóna vel saman með lemon curd og ferskum jarðarberjum. Það er hægt að útbúa hana með góðum fyrirvara þar sem hún geymist vel í kæli.
Digestive heilhveitikex | |
smjör, brætt | |
flórsykur |
íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn | |
rjómi frá Gott í matinn | |
ísey skyr með jarðarberjum | |
sítróna, safi og börkur | |
flórsykur | |
vanilludropar | |
matarlímsblöð (4-5 stk.) | |
• | fersk jarðarber, magn eftir smekk |
sítrónur, safi og börkur | |
sykur | |
smjör | |
stór egg | |
• | rifinn börkur af sítrónunum |
sítrónusafi úr sítrónunum | |
salt |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal