Menu
Steikarsamloka með sinnepssósu

Steikarsamloka með sinnepssósu

Þegar ég elda nautakjöt geri ég yfirleitt vel rúmlegan skammt og nota svo í steikarsamloku daginn eftir. En það má auðvitað líka elda steikina sérstaklega fyrir samlokuna. Þessi útgáfa er vinsæl hjá okkur og einföld. Sinnepssósan passar mjög vel bæði með ostinum og kjötinu og pikklaði rauðlaukurinn er ómissandi. Svo er æðislegt að baka sætkartöflufranskar og bera fram með.

Innihald

2 skammtar
nautasteik, elduð eftir smekk
Marmari frá Ostakjallaranum
grænt salat
baguette brauð

Pikklaður rauðlaukur

rauðlaukur
hvítvínsedik
heitt vatn
salt
sykur

Sinnepssósa

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
ólífuolía
hunang
dijon sinnep
sætt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Byrjið á að gera pikklaðan rauðlauk.
  • Sneiðið laukinn mjög þunnt, setjið í skál og bætið restinni af hráefnunum saman við.
  • Látið liggja við stofuhita í hálftíma.

Skref2

  • Gerið því næst sinnepssónuna.
  • Pískið öllum innihaldsefnum saman í skál og smakkið til.

Skref3

  • Skerið baguette brauðið í tvennt og leggið sneiðar af Marmara ofan á hvorn helming.
  • Hitið ofn á grillstillingu og setjið sneiðarnar undir grillið þar til osturinn bráðnar.
  • Fylgist með brauðinu allan tímann, þetta tekur u.þ.b 3-5 mínútur.

Skref4

  • Sneiðið nautasteikina eins þunnt og þið getið og setjið samlokuna saman.
  • Leggið kjöt ofan á ostaþakið brauðið, því næst vel af grænu salati, pikkluðum lauk og nóg af sinnepssónu og leggið svo hinn helminginn af ostabrauði ofan á. Berið fram strax.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir