Menu
Stökkur fiskiborgari með rjómaostasósu

Stökkur fiskiborgari með rjómaostasósu

Ég prófaði að skella í fiskborgara og viti menn - hann sló heldur betur í gegn, æðislega ferskur og góður. Fiskurinn er stökkur að utan og mjúkur og að innan.

Fiskurinn er borinn fram í brioche hamborgarabrauði með æðislegri rjómaostasósu.

Innihald

4 skammtar

Rjómaostasósa:

Rjómaostur með graslauk og lauk
sítróna, safinn
hvítlauksrif, pressuð
salt og pipar

Fiskiborgari:

bitar þorskur um (200 g hver)
egg (pískuð saman)
brauðraspur
brioche hamborgarabrauð
hveiti
paprikukrydd
cayanne pipar
rauðlaukur, fínt skorinn
salatblöð
sítróna
salt og pipar

Rjómaostasósa

  • Öllu hrært saman.
  • Það er fínt að byrja á því að gera sósuna og leyfa því að standa aðeins.

Stökkur fiskiborgari

  • Hitið ofninn í 200 gráður blástur.
  • Hitið vel af olíu á pönnu við miðlungs hita. Olían þarf að ná eins og 1/2 cm upp í pönnuna.
  • Setjið egg, brauðrasp og hveiti allt í sitthvora skálina og bætið kryddunum út í hveitið.
  • Fiskunum er þá velt upp úr hveitinu, dýpt í eggin og síðast velt upp úr brauðraspinum.
  • Fiskurinn er steikur á sitthvorri hliðinni í 3 mínútur þar til kröstið er orðið brúnleitt. Þá er fiskurinn færður inn i ofn í 5 mínútur.
  • Þegar 1-2 mínutur eru eftir þá eru brauðin sett inn og hituð.
  • Um leið og fiskurinn kemur úr ofninum er sítrónusafi kreistur yfir.
  • Rjómaostasósunni er smurt inn í bæði brauðin áður en fiskurinn, salatið og rauðlaukurinn fer á.
Stökkur fiskiborgari

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir