Menu
Súkkulaði bollakökur með marskremi

Súkkulaði bollakökur með marskremi

Það má með sanni segja að það er kraftur í þessum. Súkkulaðibragðið nýtur sín í þessum dúnmjúku bollakökum. Það sem er sérstakt við uppskriftina er að það er Kókómjólk í henni. Það passar fullkomlega.

Marskremið er virkilega bragðgott og passar vel við bollakökurnar. 

Innihald

24 skammtar

Bollakökur:

sykur
smjör
egg
Nýmjólk
Kókómjólk
vanilludropar
hveiti
kakó
lyftiduft
súkkulaðidropar (100-150g)

Krem:

smjör
flórsykur
kakó
Mars, brædd með 2 msk. rjóma
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Smjör og sykur er hrært vel saman og eggjunum síðan blandað saman við.

Skref2

  • Hveiti, lyftiduft og kakó blandað saman og hrært vel saman við.

Skref3

  • Kókómjólk, mjólk og vanilludropum er hellt saman við.

Skref4

  • Súkkulaðidropum er blandað varlega saman við í restina.

Skref5

  • Bollakökudeigið er sett í form og síðan bakað við 170 °C hita í um 20-25 mínútur.
  • Kremið er búið til meðan bollakökurnar eru að bakast og kólna að loknum bakstri.

Marskrem

  • Mars súkkulaðistykkin eru brædd í örbylgjuofni ásamt 2 msk. rjóma.
  • Hrært vel saman og leyft að kólna örlítið.
  • Öllum hráefnum nema rjómanum er síðan blandað saman í hrærivélaskál og þeytt vel.
  • Rjómanum og mars súkkulaðinu er blandað saman við í lokinn og hrært varlega saman við.
  • Bollakökurnar eru skreyttar með kreminu. Stjörnustúturinn 1M er notaður til að búa til rósir og sykurmassaskraut sett á hverja rós.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir