Bollakökur
- Stilltu ofninn á 180°C hita og raðaðu um 20 stykkjum af bollakökuformum á ofnplötu
- Blandaðu saman hveiti, matarsóda og salti í skál og settu til hliðar.
- Hrærðu smjörið þangað til það er orðið mjúkt bættu svo sykrinum saman við og hrærðu á meðalhraða saman. Bættu eggjunum saman við einu í einu og hrærðu vel saman.
- Blandaðu vanilludropunum og mjólkinni saman í bolla.
- Blandaðu hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni saman við til skiptis smá og smá í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu skálina vel að innan og hrærðu örlítið lengur til þess að blanda öllu vel saman.
- Bættu kakóinu saman við og hrærðu vel saman á lágum hraða.
- Settu deigið í bollakökuformi og reyndu að fylla þau ekki meira en 2/3. Bakið í um 20 mínútur.
- Kældu kökurnar alveg áður en þú setur kremið á.
Súkkulaði rjómaostakrem
- Hrærðu smjörið og rjómaostinn saman þangað til blandan verður mjúk.
- Bættu flórsykrinum saman við jafnt og þétt og hrærðu vel á milli. Bættu við vanilludropunum.
- Blandaðu saman við brædda súkkulaðinu og kakóinu og hrærðu vel. Skafðu hliðar skálarinnar vel og hrærðu í um 2 mínútur.
- Sprautaðu kreminu á kældar kökurnar, skreyttu með litlum sykurpúðum, bræddu saman suðusúkkulaði og smjöri saman og heltu yfir sykurpúðana, skreyttu með skornum pekanhnetum.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir