Botn
- Hakkið Oreokexkökur í matvinnsluvél, bræðið smjör og blandið saman við.
- Setjið smjörpappír í hringlaga bökunarform, 22 cm að stærð og þrýstið Oreokexblöndunni ofan í botninn á forminu, gott er að nota botinn af t.d. glasi.
- Setjið formið inn í frysti á meðan að þið undirbúið ostakökuna.
Fylling
- Þeytið rjómann þar til hann stendur.
- Þeytið rjómaostinn í hrærivél þar til hann er orðinn mjúkur og sléttur.
- Bætið flórsykri og sýrðum rjóma saman við og hrærið vel.
- Bræðið súkkulaðið í potti undir lágum hita þar til það hefur bráðnað. Blandið súkkulaðinu saman við ostablönduna og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Blandið ostablöndunni og rjómanum saman við og hrærið með sleif.
- Grófsaxið mini eggin og blandið saman við ostablönduna.
- Hellið ostablöndunni ofan í bökunarformið og kælið í það minnsta 4 klst.
- Skreytið með þeyttum rjóma og mini eggjum.
- Skerið í sneiðar og berið fram.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir