Skref1
- Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður án blásturs.
Skref2
- Þeytið saman smjör, sykur og vanillu þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjunum út í einu í einu og þeytið vel á milli.
Skref3
- Sigtið saman í skál, hveiti, matarsóda og salti og hrærið saman við. Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Skref4
- Bætið við 300 grömmum af súkkulaðidropum og hrærið öllu saman.
Skref5
- Setjið rúmlega eina matskeið af deiginu á pappírsklædda ofnplötu. Athugið að hafa gott bil á milli þar sem kökurnar renna vel út, um 9 kökur á hverja plötu.
- Stráið dálitlu af góðu sjávarsalti ofan á hverja köku og toppið svo með nokkrum súkkulaðidropum.
Skref6
- Bakið í um það bil 10-12 mínútur.
- ATH ef þið viljið mjög þunnar og seigar kökur er gott ráð að lyfta bökunarplötunni þegar bökunartíminn er um það bil hálfnaður og láta hana detta niður, þá falla kökurnar í miðjunni og verða enn þynnri. Þetta má endurtaka aftur ef kökurnar lyfta sér aftur í miðjunni.
- Bakið þar til kökurnar hafa brúnast í kantinn og eru enn seigar í miðjunni.
- Kælið á grind.
- Gott er að strá svo enn fleiri súkkulaðidropum yfir kökurnar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir