Menu
Súkkulaðibitakökur með ískaldri mjólk

Súkkulaðibitakökur með ískaldri mjólk

Það er fátt betra en nýbakaðar súkkulaðibitakökur og ísköld mjólk. Það tekur örskamma stund að útbúa þessar dásemdar kökur og eru þær bestar ylvolgar á meðan súkkulaðið hefur ekki náð að storkna aftur, mmmmmm! Einföld uppskrift dugar í um 18-20 stk.

Innihald

1 skammtar
smjör við stofuhita
púðursykur
egg
vanilludropar
bökunarkakó
hveiti
matarsódi
salt
dökkir súkkulaðidropar
sjávarsalt

Meðlæti

léttmjólk eða nýmjólk

Skref1

  • Hitið ofninn í 175°C.
  • Þeytið smjör og púðursykur þar til létt og ljóst.
  • Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.

Skref2

  • Hrærið kakó, hveiti, matarsóda og salt saman í skál og setjið saman við smjörblönduna og blandið stutta stund.
  • Að lokum má setja 150 g af súkkulaðidropum út í skálina og blanda saman við deigið með sleikju.
  • Geymið 50 g af súkkulaðidropum til að nota til skrauts.

Skref3

  • Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur.
  • Takið þá væna matskeið/kúlu af deigi og raðið á plöturnar. Hafið gott bil á milli.
  • Bakið í 11-13 mínútur eða þar til kantarnir fara aðeins að dökkna.

Skref4

  • Takið úr ofninum og setjið nokkra súkkulaðidropa ofan á hverja köku á meðan þær eru enn heitar og leyfið að bráðna niður í kökuna.
  • Stráið smá sjávarsalti yfir allt í lokin sé þess óskað.
  • Njótið smákakanna með glasi af ískaldri mjólk.
Skref 4

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir