Menu
Súkkulaðibollakökur með hvítsúkkulaðikremi

Súkkulaðibollakökur með hvítsúkkulaðikremi

Dásamlegar bollakökur sem enginn getur staðist.

1 bolli samsvarar 2,5 dl

Innihald

1 skammtar

Súkkulaðibollakökur:

hveiti
sykur
egg
AB-mjólk
bragðlítil olía (ekki ólífuolía)
gott kakó (5-6 msk.)
lyftiduft
matarsódi
vanillu exctract eða vanillusykur

Smjörkrem með hvítu súkkulaði:

smjör, við stofuhita
flórsykur (400-450 g)
hvítt súkkulaði
vanillu extract eða sykur (1-2 tsk.)
rjómi frá Gott í matinn (1-2 msk.)
gulur matarlitur

Bollakökur

  • Hitið ofninn í 180°C (blástur).
  • Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt.
  • Skiptið deiginu niður í bollakökuform.
  • Bakið við 180°C í 20-25 mínútur.
  • Kælið kökurnar mjög vel áður en þið skreytið þær með kreminu.

Hvítsúkkulaðikrem

  • Þeytið saman smjör og flórsykur í 5-6 mínútur, stoppið tvisvar sinnum og skafið meðfram hliðum.
  • Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið því saman við kremið.
  • Þeytið kremið í 3-4 mínútur.
  • Næsta skref er að bæta við vanillu og rjóma.
  • Að lokum er matarlitur settur saman við, en það má að sjálfsögðu vera annar litur en gulur.
  • Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið gjarnan með söxuðu súkkulaði.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir