Menu
Súkkulaðigranóla með grískri jógúrt

Súkkulaðigranóla með grískri jógúrt

Ég er kolfallin fyrir nýju grísku jógúrtinni. Hún er að mínu mati fullkomin, einstaklega létt en samt rjómakennd. Virkilega ánægjuleg viðbót í jógúrtflóruna. Ef þið hafið ekki prófað að útbúa heimalagað granóla mæli ég innilega með að gera það hið snarasta. Það er bæði sáraeinfalt og svo ljúffengt. Svo gerir súkkulaði allt gott eins og allir vita.

Innihald

1 skammtar
haframjöl
möndluflögur
kókosmjöl
hreint kakókduft
hrásykur
smá sjávarsalt
brætt smjör
hlynsíróp
vanilluextract
súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði

Meðlæti

hrein Léttmáls grísk jógúrt
ávextir og/eða ber að eigin vali

Skref1

  • Hitið ofn í 130 gráður með blæstri.
  • Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
  • Bræðið smjörið í potti, takið af hitanum og hrærið vanillu og hlynsírópi saman við.
  • Hellið smjörblöndunni yfir þurrefnin og blandið öllu vel saman.

Skref2

  • Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið úr blöndunni.
  • Bakið í ofni í eina klukkustund. Hrærið í blöndunni einu sinni til tvisvar yfir bökunartímann.
  • Takið úr ofninum og dreifið súkkulaðinu strax yfir.
  • Setjið til hliðar og látið kólna alveg.
  • Geymist vel í lokaðri krukku í tvær vikur.
  • Berið fram með hreinni Léttmáls grískri jógúrt og ávöxtum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir