Súkkulaðikaka
- Bræddu smjörið í potti ásamt vatninu og olíunni á lágum hita.
- Blandaðu sykri, hveiti og kakói saman í skál.
- Hrærðu saman hveitiblönduna og brædda smjörið með vatninu og olíunni.
- Bættu við eggjunum einu í einu og hrærðu vel á milli.
- Bættu súrmjólkinni saman við, matarsódanum, lyftiduftinu, salti og vanilludropum og hrærðu þar til allt hefur blandast vel saman. Skafðu skálina vel í botninn og hrærðu örlítið lengur.
- Settu deigið í þrjú meðalstór form og bakaðu í um 30-40 mínútur.
Rjómakrem
- Þeyttu rjómann þangað til hann fer alveg að verða tilbúinn og bættu þá flórsykrinum saman við og hrærðu þangað til rjóminn er orðin alveg stífur.
- Settu rjómakremið á milli botnanna og utan um kökuna.
- Smurðu kreminu vel yfir alla kökuna og kældu í um 1 klst. inni í ísskáp.
Súkkulaðigljái
- Hitaðu saman súkkulaðið, rjómann og sírópið í potti á lágum hita.
- Bættu saman við vanilludropunum og kældu gljáann í um 15 mínútur eða þar til hann er orðin það þykkur að hann nái að stoppa á leiðinni niður hliðarnar á kökunni.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir